Sr. Lárus Þorvaldur Guðmundsson fæddist 16. maí 1933. Hann lést 4. júní 2024.

Útför Lárusar fór fram 28. júní 2024.

Séra Lárus hefur nú lokið lífsgöngu sinni. Hún varð löng og lengst af gekk við hlið hans hún Systa, Sigurveig Georgsdóttir.

Við urðum nágrannar og hann minn prófastur eftir að ég kom á Ísafjörð. Við Auður komum oft til þeirra hjóna og nutum frábærrar gestrisni.

Sr. Lárus var nákvæmur embættismaður og virkur í hirðisstörfum sínum. Hann lét sig málefni byggðarinnar varða með ýmsum hætti. Hann var ætíð vel heima í fræðunum og mátti á heyra í prédikunum hans. Það kom m.a. fram í ræðu sem hann hélt þegar við Vestfirðingar héldum kristniboðsafmælishátíð á Patreksfirði 1984. Páll föðurbróðir minn heyrði og sagði að þessa ræðu þyrfti öll heimsbyggðin að heyra.

Sr. Lárus hafði ásamt sr.

...