Dagbjört Kristjánsdóttir fæddist 23. janúar 1933. Hún lést 22. júní 2024.

Foreldrar hennar voru Antonía Árnadóttir, f. 19. september 1900, frá Hnaukum í Álftafirði, og Kristján Jónsson, f. 27. september 1901 á Fáskrúðsfirði.

Kristján og Antonía bjuggu á Djúpavogi og ólu upp sín börn í Görðum.

Systkini Dagbjartar: Ragnar Sigurður, f. 28. október 1923, d. 1984; Ingólfur Gunnar, f. 15. desember 1927, d. 2014; Laufey, f. 20. maí 1931, d. 2015; Arnór Magnús, f. 21. ágúst 1942.

Dagbjört fæddist í Görðum á Djúpavogi og ólst þar upp í fjörugum systkinahópi til 14 ára aldurs en þá hélt hún til náms til Reykjavíkur.

Hún fór í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar og þaðan í Verslunarskólann og lauk verslunarprófi vorið 1953.

...