Framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur hefur hafið störf með það hlutverk að fara yfir alla þætti og hafa yfirumsjón með því sem snýr að samfélagsþjónustu, framkvæmdum og viðgerðum á mikilvægum innviðum í Grindavík.
Hamfarir. Miðað við landris í Svartsengi gæti verið stutt í næsta gos við Sundhnúkagíga. Vonir eru samt bundnar við að líf færist í Grindavík á ný.
Hamfarir. Miðað við landris í Svartsengi gæti verið stutt í næsta gos við Sundhnúkagíga. Vonir eru samt bundnar við að líf færist í Grindavík á ný. — Morgunblaðið/Eggert

Árni Þór Sigurðsson, formaður nefndarinnar, segir verkefnið mjög umsvifamikið og reyni mjög á samskipti þeirra aðila sem komið hafa að björgunaraðgerðum í bænum. Nefndin hafi með höndum samræmingu og verkefni eins og þjónustuteymið heyri undir nefndina.

Margir koma að málum

„Við byrjuðum fyrsta daginn í rafmagnsleysi vegna eldgossins 29. maí. Fyrsta verkið var að finna lausnir á að koma rafmagni á bæinn og það tók nokkra daga. Við höfum fundað með bæjarstjórn og starfsmönnum bæjarins. Fórum yfir stöðuna með þeim ráðuneytum sem að málinu koma og mörgum undirstofnunum; ríkislögreglustjóra, lögreglunni á Suðurnesjum, Veðurstofunni, Vegagerðinni, Almannavörnum, Bláa lóninu, veitufyrirtækjunum, fyrirtækjum í Grindavík, verkalýðsfélögum, Þórkötlu, Náttúruhamfaratryggingu og öllum þeim sem koma að málefnum Grindavíkur.”

Hann segir leiðarljósið í lögunum um framkvæmdanefndina

...