Vífilsstaðir. Viðgerðum utan á lækn- isbústaðnum er lokið að mestu.
Vífilsstaðir. Viðgerðum utan á lækn- isbústaðnum er lokið að mestu.

Utanhússviðgerðum á yfirlæknisbústaðnum á Vífilsstöðum er nú lokið. Þær höfðu staðið yfir í þrjú ár en óljóst er með framhaldið. Eftir er að taka húsið í gegn að innan og framtíðarnotkun þess í óvissu.

Viðgerðir að utan voru á vegum Framkvæmdasýslu ríkisins. Húsið var tekið í gegn að utan, gert við þakið og skipt um glugga. Á öldinni sem leið bjuggu yfirlæknar Vífilsstaðaspítala í húsinu ásamt fjölskyldum sínum. Það var teiknað af Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins og tekið í notkun árið 1920.

„Fyrir nokkrum árum var húsið orðið yfirgefið og eiginlegur leikvöllur fyrir börn sem fóru þangað inn og fóru illa með húsið," segir Karl Pétur Jónsson, upplýsingafulltrúi Ríkiseigna/Framkvæmdasýslu ríkisins, í samtali við Morgunblaðið.

„Eftir múrviðgerðir að utan ætti húsið að standa af sér veður og vinda næstu áratugina," segir Karl Pétur en bætir við að meðan framtíðarnotkun Vífilsstaða sé

...