Kristinn Jens Sigurþórsson
Kristinn Jens Sigurþórsson

Þjóðkirkjunni ber að greiða Kristni Jens Sigþórssyni, fyrrverandi sóknarpresti í Saurbæjarprestakalli í Vesturlandsprófastsdæmi, skaðabætur samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur.

Ágreiningurinn á rætur sínar að rekja til þess þegar kirkjuþing tók ákvörðun um að leggja Saur­bæj­ar­prestakall niður 3. mars árið 2019. Þangað til hafði Krist­inn verið ótíma­bund­inn sókn­ar­prest­ur síðan árið 1996.

Kristni var boðið að taka við nýju embætti eft­ir að prestakallið var lagt niður. Þáði hann boðið nokkru síðar en þjóðkirkj­an til­kynnti hon­um þá að boðið hefði fallið niður og tók hann ekki við nýju embætti.

Niðurstaða dóms­ins er sú að Krist­inn hefði með réttu getað vænst þess að boðið um nýtt embætti stæði enn þá þegar hann ákvað að taka því. Með ákvörðun þjóðkirkj­unn­ar um að boðið væri fallið niður braut kirkj­an meg­in­reglu stjórn­sýslu­rétt­ar­ins um meðal­hóf. Gekk þetta þvert gegn

...