„Ég held að það sé ekki hægt að segja neitt annað en að það séu allar líkur á því að [Donald] Trump verði næsti forseti Bandaríkjanna" segir Þórarinn Hjartarson, þáttastjórnandi hlaðvarpsins Einnar pælingar, í nýjasta þætti Dagmála.
Dagmál. Þórarinn telur öruggt að Trump verði kjörinn forseti.
Dagmál. Þórarinn telur öruggt að Trump verði kjörinn forseti.

„Ég held að það sé ekki hægt að segja neitt annað en að það séu allar líkur á því að [Donald] Trump verði næsti forseti Bandaríkjanna,” segir Þórarinn Hjartarson, þáttastjórnandi hlaðvarpsins Einnar pælingar, í nýjasta þætti Dagmála.

„Trump vinnur nokkuð örugglega,” segir hann spurður hvað hann telji að muni gerast í kosningunum.

Þann 5. nóvember ganga Bandaríkjamenn til kosninga og velja sér sinn næsta forseta. Joe Biden Bandaríkjaforseti átti slæmar kappræður á móti Trump, sem þó var staðinn að fjölda lyga, í síðustu viku og í kjölfarið heyrðust háværar raddir innan Demókrataflokksins um að Biden þyrfti að draga sig í hlé.

Heldurðu að það sé hægt að skipta honum út, jafnvel þótt þeir [Demókrataflokkurinn] telji sig þurfa að gera það?

„Það er hægt en hann þarf að vilja það sjálfur,” svarar Þórarinn.

Hann útskýrir að stjórn

...