Mikil veisla hefur verið á Landsmóti hestamanna í vikunni en mótið var formlega sett í gærkvöldi. Óhætt er að segja að mótið hafi gengið vel til þessa og hefur hestakosturinn verið magnaður. Hestamannafélögin Fákur í Reykjavík og Sprettur í Kópavogi halda mótið að þessu sinni.
Víðidalur. Fjöldi áhorfenda sat í brekkunni og fylgdist með gæðingunum.
Víðidalur. Fjöldi áhorfenda sat í brekkunni og fylgdist með gæðingunum. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Hjörtur Bergstað formaður Fáks segir andann á mótinu til þessa hafa verið til fyrirmyndar og mikil velvild sé hjá mótsgestum og starfsmönnum að halda gott mót.

„Þetta hefur gengið allt framar björtustu vonum. Við erum með reynslumikið fólk í öllum störfum og mikið af sjálfboðaliðum. Það hefur bara gengið mjög vel að manna það og einhvern veginn er það þannig að það eru allir búnir að hjálpa okkur,” segir Hjörtur.

Barátta um toppsætin

Á Hvammsvelli hafa áhorfendur fengið að njóta fremstu gæðinga landsins langt fram á kvöld alla daga. Milliriðlar í öllum greinum fóru langt umfram væntingar mótsgesta og stefnir í spennuþrungna baráttu um toppsætin.

Ungir knapar hafa stolið sviðsljósinu með einstaklega fagmannlegri reiðmennsku og boðið mótsgestum upp á æsispennandi keppni.

Efstu þrjú í barnaflokki eru ungir félagsmenn

...