Hálendisvakt Slysavarnafélagsins Landsbjargar hóf göngu sína á sunnudaginn.
Hálendisvaktin. Hjálparsveit skáta í Garðabæ hefur staðið vaktina síðustu daga. Verkefni björgunarsveita geta verið af margvíslegum toga.
Hálendisvaktin. Hjálparsveit skáta í Garðabæ hefur staðið vaktina síðustu daga. Verkefni björgunarsveita geta verið af margvíslegum toga. — Ljósmynd/Landsbjörg

Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir fyrstu dagana hafa farið vel af stað. Fram til þessa hafi viðbragðsaðilarnir þurft að sinna einu stóru útkalli sem barst á þriðjudagskvöldið. Þá fótbrotnaði göngumaður er hann datt á Bláhnjúki skammt sunnan Landmannalauga. Búið var um göngumanninn á börum og hann fluttur úr mesta brattlendinu svo þyrla Landhelgisgæslunnar gæti sótt hann.

Algengt verkefni að draga fasta bíla

Vaktaskipti munu eiga sér stað á Landmannalaugum næsta sunnudag en þá mun Hjálparsveit skáta í Garðabæ taka við vaktinni og sinna henni út vikuna. Einnig munu þá bætast við hópar á Sprengisand, þar sem Landsbjörg er með bækistöð í Herðubreiðarlindum, og norðan við Vatnajökul, þar sem bækistöð er í Nýjadal.

“Það er á hverjum degi sem fólk leitar til hópsins,” segir Jón Þór í samtali við Morgunblaðið en tekur fram að verkefni Landsbjargar í vikunni hafi að öllu jöfnu

...