Við spilaborðið. Arngunnur Jónsdóttir og Alda Guðnadóttir við spilaborðið í Herning.
Við spilaborðið. Arngunnur Jónsdóttir og Alda Guðnadóttir við spilaborðið í Herning.

Íslensku liðin á Evrópumótinu í brids enduðu fyrir neðan miðju, bæði í opnum flokki og kvennaflokki. Mótinu lauk í gær en það var haldið í Herning í Danmörku. Norðmenn urðu Evrópumeistarar, bæði í opnum flokki og kvennaflokki.

Í opnum flokki endaði íslenska liðið í 19. sæti af 30 liðum. Liðið náði sér aldrei á strik á mótinu og var allan tímann fyrir neðan miðju. Íslenska liðið var skipað þeim Aðalsteini Jörgensen, Birki Jóni Jónssyni, Magnúsi Magnússyni, Sigurbirni Haraldssyni, Ómari Olgeirssyni og Stefáni Jóhannssyni en Matthías Þorvaldsson var fyrirliði án spilamennsku.

Í kvennaflokki byrjaði íslenska liðið nokkuð vel og var um tíma í 9. sæti en seig niður töfluna þegar leið á mótið og endaði í 16. sæti af 22 liðum. Í íslenska liðinu spiluðu Anna Heiða Baldursdóttir, Inda Hrönn Björnsdóttir, Alda Guðnadóttir, María Haraldsdóttir Bender, Harpa Fold Ingólfsdóttir og Arngunnur Jónsdóttir en Anna Ívarsdóttir var

...