Orkuskipti. Stjórnvöld vilja auka notkun á hreinorkubílum
Orkuskipti. Stjórnvöld vilja auka notkun á hreinorkubílum — Mogunblaðið/Hari

Stjórnvöld vona að breytingar á reglum um bifreiðahlunnindi, sem tóku gildi í byrjun júlímánaðar, muni hvetja til enn frekari notkunar rafmagns-, vetnis- og metanbíla, að því er fram kemur í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu í gær. Umræddar breytingar eru gerðar með það að markmiði að hvetja til frekari notkunar á hreinorkubílum og eru liður í nýlegri aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar.

Samkvæmt tekjuskattslögum teljast hvers konar hlunnindi til skattskyldra tekna og falla umráð bifreiða, sem launagreiðendur láta starfsfólki í té, undir slík hlunnindi. Fyrir hafði verið gerður greinarmunur á því hvort um væri að ræða bifreið sem knúin er með jarðefnaeldsneyti eða hreinorku. Í fyrra tilvikinu eru bifreiðahlunnindi miðuð við 28% af verði bíls með en í seinna tilvikinu við 25%. Með breytingunni nú lækkar hlutfall vegna hreinorkubíla úr 25% í 20% frá og með 1. júlí.