Keld­an ehf. skilaði hagnaði upp á tæpa 61 millj­ón króna á síðasta ári sam­an­borið við 43 milljónir árið áður. Þetta kem­ur fram í árs­reikn­ingi félagsins.

Rekstr­ar­tekj­ur námu 109 millj­ón­um króna á ár­inu og hækkuðu um tæp­ar 26 millj­ón­ir milli ára, eða um 31%. Skuld­ir námu sam­tals tæp­lega 10,5 millj­ón­um króna í árslok eg eigið fé 121 millj­ón.

Stjórn fé­lags­ins hyggst greiða 55 milljónir króna arð vegna síðasta rekstr­ar­árs. Starfsemi Keldunnar snýr að vefsíðu með upp­lýs­ing­um um fjár­mála­markaði á Íslandi en félagið er í eigu hug­búnaðarfyr­ir­tæk­is­ins Kóða. Thor Thors er fram­kvæmda­stjóri.