Limra eftir Magnús Halldórsson á Boðnarmiði:

Sauð átti vænan á velli,

Vilhjálmur bóndi á Felli.

Víni mjög háðir,

voru þeir báðir

og stóðu þar sterkir á svelli.

Limra eftir Kristján Karlsson:

„Komdu hvenær sem er,”

mælti kerling og „ég er hér.”

Því gat hún nú ekki

að ógleymdum trekki

alveg eins sagt ég er ber.

Sjóaramessa eftir Pál Jónasson í Hlíð:

Skarfurinn makráður messar

...