Foss. Listamaðurinn Rúrí stendur við verk sitt „Útrýming II“ sem er til sýnis í Norræna húsinu til 8. september.
Foss. Listamaðurinn Rúrí stendur við verk sitt „Útrýming II“ sem er til sýnis í Norræna húsinu til 8. september. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Myndlistarsýningin Post var opnuð í byrjun júní í Norræna húsinu og er hluti af Listahátíð í Reykjavík. Þar sýna sex listamenn, Nana-Francisca Schottländer, Katie Paterson, Marte Aas, Rita Marhaug, Anna Líndal og Rúrí, verk frá árunum 2005 til 2021 undir stjórn Ruth Hege Halstensen. Segir í tilkynningu að undirliggjandi þema sé mannöldin, þ.e. yfirstandandi tímabil jarðsögunnar sem einkennist af áhrifum mannfólks á loftslag og vistkerfi plánetunnar. Sýningin stendur til 8. september og er opin þriðjudaga til sunnudaga, milli kl. 10 og 17.

Rannsókn á glæp

Blaðamaður ræddi við listamanninn Rúrí um verk hennar „Útrýming II” sem er til sýnis á Post sem samkvæmt henni fjallar um vatnsskortinn og áhrif hans á gróðurfar, akuryrkju og lífríki í sjónum. Verkið er ljósmyndasería af fossum sem nú hafa horfið vegna virkjana, sem var tilfelli margra fossanna

...