Flytjendur. Íslensk sönglög og erlendar perlur verða á dagskrá.
Flytjendur. Íslensk sönglög og erlendar perlur verða á dagskrá.

Englar og menn, tónlistarhátíð Strandarkirkju, hefst á sunnudag, 7. júlí en hátíðin fer fram á sunnudögum í júlímánuði.

„Strandarkirkja er þekkt áheitakirkja og þykir þar vera sérstakur kraftur til hjálpar og bænheyrslu. Þema hátíðarinnar er englar og menn, land, náttúra, trú og saga. Þar hljómar allt frá íslenskum sönglögum, þjóðlögum og dægurflugum til evrópskrar ljóðatónlistar, klassískrar tónlistar og tónlistar íslenskra söngvaskálda í flutningi þjóðþekktra söngvara og hljóðfæraleikara,” segir í tilkynningu.

Á fyrstu tónleikunum koma fram Björg Þórhallsdóttir sópran sem jafnframt er listrænn stjórnandi hátíðarinnar, Áslákur Ingvarsson baritón, Elísabet Waage hörpuleikari, Matthías Stefánsson fiðluleikari, Örnólfur Kristjánsson sellóleikari og Hilmar Örn Agnarsson organisti. Yfirskrift tónleikanna er „Ó, Ísland fagra ættarbyggð” sem er ljóðlína úr verðlaunaljóði Huldu, „Hver á

...