„Þetta er frekar blátt áfram. Stóra tjörnin, það er London, og litli fiskurinn, það er ég,“ segir tónlistarkonan Una Schram spurð út í titil nýrrar smáskífu sinnar Pond Big, Fish Tiny í samtali við Morgunblaðið
Einlæg „Tónlistin hefur alltaf verið leið fyrir mig til þess að tjá mig og vera ég sjálf,“ segir Una Schram sem nýverið sendi frá sér sína þriðju smáskífu.
Einlæg „Tónlistin hefur alltaf verið leið fyrir mig til þess að tjá mig og vera ég sjálf,“ segir Una Schram sem nýverið sendi frá sér sína þriðju smáskífu. — Morgunblaðið/Eyþór

Snædís Björnsdóttir

snaedis@mbl.is

„Þetta er frekar blátt áfram. Stóra tjörnin, það er London, og litli fiskurinn, það er ég,“ segir tónlistarkonan Una Schram spurð út í titil nýrrar smáskífu sinnar Pond Big, Fish Tiny í samtali við Morgunblaðið. Smáskífan, sem kom út um miðjan júní, segir meðal annars frá reynslu Unu af því að búa í bresku stórborginni og fóta sig í tónlistarsenunni þar.

„Þetta byrjaði allt þegar ég bjó ein úti í London. Ég hafði verið að skrifa texta heima í herberginu mínu í Hackney og geymdi þá síðan í símanum mínum,“ segir Una um tilurð plötunnar. Þegar hún kynntist pródúsernum Lewis Ostwaldt fóru hjólin síðan að snúast, en þau unnu bæði í fataversluninni 66° norður á Regent Street í miðbæ London. „Lewis spurði hvort við ættum ekki

...