Makríll Beitir NK kom með 474 tonn af makríl í höfn á þriðjudaginn.
Makríll Beitir NK kom með 474 tonn af makríl í höfn á þriðjudaginn. — Ljósmynd/Síldarvinnslan

Fyrsti makríll sumarsins kom í höfn á þriðjudaginn er Beitir NK kom til hafnar í Neskaupstað með 474 tonn af makríl. Fékkst hann austur af landinu innan íslenskrar lögsögu.

„Það var samt helvíti gaman að þessu og það er eitthvað að gerast. Við erum að fiska núna í íslensku [lögsögunni] og það var einmitt það sem maður var að vona að myndi gerast. Þó að fiskifræðingarnir væru búnir að segja annað,“ segir Tómas Kárason, skipstjóri á Beiti, í samtali við Morgunblaðið.

Því hefur verið spáð að makríllinn muni ekki ganga í íslenska lögsögu í miklu magni þetta sumarið, frekar en síðustu sumur. Það er þó alltaf einhver óvissa í slíkum spám. Það var þó ekki bara Beitir sem kom í land með makríl því að Vilhelm Þorsteinsson EA kom með 850 tonn af makríl til hafnar

...