Richard Georg Strauss fæddist í München hinn 11. júní 1864, sonur hjónanna Josephine Pschorr og Franz Strauss, en faðir hans var leiðandi hornleikari í hljómsveit Hirðóperunnar í München og prófessor við konunglega tónlistarháskólann þar í borg
Tónskáldið Þjóðverjinn Richard Strauss í túlkun myndlistarmannsins Max Liebermann á málverki frá 1918.
Tónskáldið Þjóðverjinn Richard Strauss í túlkun myndlistarmannsins Max Liebermann á málverki frá 1918.

Af tónlist

Magnús Lyngdal

Magnússon

Richard Georg Strauss fæddist í München hinn 11. júní 1864, sonur hjónanna Josephine Pschorr og Franz Strauss, en faðir hans var leiðandi hornleikari í hljómsveit Hirðóperunnar í München og prófessor við konunglega tónlistarháskólann þar í borg. Richard litli hóf formlegt tónlistarnám fjögurra ára gamall og sat snemma hljómsveitaræfingar við Hirðóperuna. Hann samdi fyrsta verkið sitt sex ára gamall og eftir að hafa gengið menntaveginn lauk hann námi 19 ára gamall, það er að segja eftir að hafa stundað nám við Háskólann í München í einn vetur 1882 til 1883. Kennarar hans höfðu að vísu mikil áhrif á hann en þungamiðjan í tónlistaruppeldinu var inni á heimilinu. Franz Strauss kenndi Richardi litla allt um Beethoven, Haydn, Mozart og Schubert svo einhver tónskáld séu

...