Benedikt Gröndal fæddist 7. júlí 1924 á Hvilft í Önundarfirði. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Gröndal, f. 1903, d. 1979, og Mikkelína María Sveinsdóttir, f. 1901, d. 1999. Benedikt lauk stúdentsprófi frá MR 1943, BA-prófi í sagnfræði frá…

Benedikt Gröndal fæddist 7. júlí 1924 á Hvilft í Önundarfirði. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Gröndal, f. 1903, d. 1979, og Mikkelína María Sveinsdóttir, f. 1901, d. 1999.

Benedikt lauk stúdentsprófi frá MR 1943, BA-prófi í sagnfræði frá Harvard-háskóla 1946 en með námi og að því loknu var hann blaðamaður á Alþýðublaðinu, síðan ritstjóri Samvinnunnar 1951-58 og ritstjóri Alþýðublaðsins 1959-69. Hann var þingmaður Borgfirðinga fyrir Alþýðuflokkinn 1956-59, þingmaður Vesturlands 1959-78 og þingmaður Reykvíkinga 1978-82. Hann var formaður Alþýðuflokksins 1974-80 og forsætisráðherra minnhlutastjórnar Alþýðuflokksins 1979-80. Benedikt var formaður útvarpsráðs 1957-71, fulltrúi á allsherjarþingum og hafréttarráðstefnu SÞ, var formaður undirbúningsnefndar íslensks sjónvarps, sat í stjórnum Seðlabanka Íslands, Framkvæmdastofnunar,

...