Þetta er heilsteypt plata og ber þess einmitt merki að vera tekin upp í einni lotu, samanstendur ekki af þriggja ára lagasarpi eða hvað það er.
Innileg Rammar er önnur plata tónlistarkonunnar Kolbrúnar Óskasdóttur sem kallar sig KUSK.
Innileg Rammar er önnur plata tónlistarkonunnar Kolbrúnar Óskasdóttur sem kallar sig KUSK. — Ljósmynd/Álfgrímur Aðalsteinsson

TÓNLIST

Arnar Eggert Thoroddsen

arnareggert@arnareggert.is

Kolbrún hefur haldið sér virkri síðan hún sigraði Músíktilraunir fyrir rúmum tveimur árum. Plata, lag og lag og reglulegir tónleikar. Hún er hluti af jaðarpoppsenu landsins, ung að árum og allir litir tónspjaldsins innan þægilegrar seilingar.

Tónlist KUSK er melódískt rafpopp, svefnherbergispopp eins og Grapevine lýsti tónlistinni og nær það hugtak að „ramma“ plötuna ágætlega inn. Rammar er til muna rólegri en fyrri platan, Skvaldur, og það er sumarlegur svefnhöfgi yfir. Þægilegur rólegheitabragur, þessi tilfinning þegar þú liggur úti í íslenskri sumarsól í síðdeginu og dottar lítið eitt. Kolbrún semur lögin sjálf og stýrir upptökum en fær vísa aðstoð út í gegn, einkum

...