Frakkar og Spánverjar mætast í undanúrslitum Evrópumóts karla í fótbolta næsta þriðjudagskvöld. Það er niðurstaða fyrri tveggja leikjanna í átta liða úrslitunum í gær þegar Spánn lagði Þýskaland, 2:1, í framlengdum leik í Stuttgart og Frakkland…
Kveður Þjóðverjinn Toni Kroos lék sinn síðasta leik á ferlinum í gær og Dani Carvajal, samherji hans í Real Madrid, kvaddi hann með virktum.
Kveður Þjóðverjinn Toni Kroos lék sinn síðasta leik á ferlinum í gær og Dani Carvajal, samherji hans í Real Madrid, kvaddi hann með virktum. — AFP/Kirill Kudryavtsev

EM í fótbolta

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Frakkar og Spánverjar mætast í undanúrslitum Evrópumóts karla í fótbolta næsta þriðjudagskvöld. Það er niðurstaða fyrri tveggja leikjanna í átta liða úrslitunum í gær þegar Spánn lagði Þýskaland, 2:1, í framlengdum leik í Stuttgart og Frakkland lagði Portúgal í vítaspyrnukeppni eftir markalausan leik í Hamborg.

Spánverjar eru komnir með fjórða Evrópumeistaratitilinn í sigtið eftir sigur í sannkölluðum spennutrylli gegn þýsku gestgjöfunum þar sem sigurmarkið kom í lok framlengingar.

Mikel Merino, leikmaður Real Sociedad sem kom inn á sem varamaður á 79. mínútu, skoraði sigurmarkið þegar ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma í framlengingu.

Olmo í

...