Rekstraraðilar tjaldsvæða á Norður- og Austurlandi segja aðsókn á svæðunum hafa verið minni í júní miðað við síðasta ár. Telja þeir skýringuna helst vera veðrið, sem var ekki með besta móti framan af mánuðinum
Tjaldsvæði Samdráttur í fjölda bókana á tjaldsvæðum, milli júnímánaða árin 2023 og 2024, var mestur á Austurlandi eða 30 til 40 prósent.
Tjaldsvæði Samdráttur í fjölda bókana á tjaldsvæðum, milli júnímánaða árin 2023 og 2024, var mestur á Austurlandi eða 30 til 40 prósent. — Morgunblaðið/Ágúst Óli Ólafsson

Guðrún S. Arnalds

gsa@mbl.is

Rekstraraðilar tjaldsvæða á Norður- og Austurlandi segja aðsókn á svæðunum hafa verið minni í júní miðað við síðasta ár. Telja þeir skýringuna helst vera veðrið, sem var ekki með besta móti framan af mánuðinum. Færri sóttu tjaldsvæði á Vesturlandi heim í júní en á Suðurlandi var nóg að gera í þessum fyrsta eiginlega sumarmánuði.

Minni umferð var líka um báða landshlutana en í samantekt Vegagerðarinnar kemur fram að mesti samdrátturinn milli ára hafi verið á

...