Margrét Gísladóttir fæddist 15. júní 1949. Hún lést 17. júní 2024.

Útför Margrétar fór fram 4. júlí 2024.

Það var glaður hópur ungra stúlkna sem hittist haustið 1968, á Fríkirkjuvegi 11, til að hefja nám við Fóstruskóla Sumargjafar. Við komum víðs vegar að af landinu, en fljótlega kynntumst við hver annarri og sterk vináttubönd mynduðust, sem hafa haldist alla tíð síðan. Margrét sem við kveðjum nú eða Magga, eins og hún var jafnan kölluð í hópnum, var ein úr okkar góða hópi. Stundum var hún líka kölluð Magga Gísla, til aðgreiningar frá nöfnu sinni. Hún kom frá Auðsholti í Ölfusi, hafði búið fyrir austan fjall eins og fleiri úr bekknum. Magga hafði góða nærveru, var rólynd og hvers manns hugljúfi með sitt fallega og einlæga bros, hún hafði góða kímnigáfu og hló oft dátt. Þar sem hún var á föstu sem fæstar okkar voru á þessum tíma var hún

...