NATO-fundurinn í Washington markar 75 ára sögulegan árangur og er til marks um stöðug tengsl og samstöðu bandalagsþjóðanna þvert á Atlantshafið.
Sven Widerberg
Sven Widerberg

Höfundar eru sendiherrar og sendifulltrúar NATO-ríkja á Íslandi.

Norður-Atlantshafssamningurinn frá 1949 hefst á þessum orðum:

Aðilar samnings þessa lýsa yfir að nýju tryggð sinni við markmið og meginreglur sáttmála Sameinuðu þjóðanna og ósk sinni um að lifa í friði við allar þjóðir og allar ríkisstjórnir. Þeir eru staðráðnir í því að varðveita frelsi þjóða sinna, sameiginlega arfleifð þeirra og menningu, er hvíla á meginreglum lýðræðis, einstaklingsfrelsi og lögum og rétti.

Þessi orð eiga enn við í dag, 75 árum síðar, og endurspegla tilgang þessa bandalags 32 þjóða.

Allt frá stofnun hefur bandalagið fylgt þessum meginreglum og staðið vörð um frið og öryggi á Evró-Atlantshafssvæðinu. Orð sáttmálans hafa staðið af sér miklar breytingar í

...