Hörður Arnarson
Hörður Arnarson

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, vonast til að geta hafið framkvæmdir við Hvammsvirkjun og vindorkuverið í Búrfellslundi síðar í sumar. Þá bindur hann vonir við að geta hafið stækkun Sigölduvirkjunar og Þeistareykjavirkjunar snemma á næsta ári. Samanlagt munu verkefnin fjögur skila Landsvirkjun 350 megavöttum en til samanburðar er Kárahnjúkavirkjun, stærsta virkjun landsins, um 690 megavött.

„Þegar þessi fjögur verkefni verða í gangi á sama tíma verður það annað stærsta framkvæmdatímabilið í sögu Landsvirkjunar,“ segir Hörður en aðeins Kárahnjúkavirkjun hafi verið umfangsmeiri framkvæmd í sögu fyrirtækisins sem var stofnað árið 1965.

Rætt er við Hörð í Morgunblaðinu í dag um stöðuna á orkumarkaði en hann segir að samkeppnisstaða Íslands sé að versna á ný. Þá bendir hann á að orkumarkaðurinn í Evrópu sé að ná jafnvægi eftir

...