Eldsneytislaust varð á bensínstöð N1 í Staðarskála í Hrútafirði á þriðja tímanum eftir hádegi í gær.

Mannlegum mistökum hjá Olíudreifingu var um að kenna að eldsneytislaust varð á bensínstöðinni sem er ein sú fjölsóttasta á landinu.

Ásta Sigríður Fjeldsted forstjóri Festi sagði í samtali við mbl.is að sér þætti leitt að þetta hefði bitnað á viðskiptavinum. Bensínleysið varði í yfir tvær klukkustundir.

„Það er náttúrlega gríðarlega þung ferðahelgi sem er í gangi og þeir [hjá Olíudreifingu] gleyma sér, fylla ekki nægilega ört á,“ sagði Ásta.