UEFA staðfesti í gær að tyrkneski varnarmaðurinn Merih Demiral færi í tveggja leikja bann á EM í Þýskalandi, eftir að hafa fagnað gegn Austurríki í 16-liða úrslitunum með því að gera úlfatákn með höndunum

UEFA staðfesti í gær að tyrkneski varnarmaðurinn Merih Demiral færi í tveggja leikja bann á EM í Þýskalandi, eftir að hafa fagnað gegn Austurríki í 16-liða úrslitunum með því að gera úlfatákn með höndunum. Það er tákn Gráúlfanna, hóps öfgaþjóðernissinna í Tyrklandi. Demiral skoraði bæði mörkin í sigri Tyrklands á Austurríki en verður ekki með gegn Hollandi í 8-liða úrslitum í kvöld og heldur ekki í undanúrslitum ef Tyrkir komast þangað.

Jan Vertonghen, leikjahæsti leikmaður belgíska landsliðsins í fótbolta, hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. Belgar féllu út gegn Frökkum í 16-liða úrslitum EM á dögunum, 1:0. Vertonghen er 37 ára gamall varnarmaður og á að baki 157 landsleiki fyrir Belgíu. Hann var í liði Belga sem komst í undanúrslit HM 2018 í Rússlandi og tapaði þá einnig gegn Frakklandi.

...