Framkvæmdir við annan áfanga Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði standa nú yfir og eru áætluð verklok í september næstkomandi. Vegurinn er 13,7 kílómetrar og liggur frá Norðdalsá að Dynjandisá fyrir ofan fossinn
Bundið slitlag Búið er að leggja um 10 kílómetra af neðra slitlaginu og um 5 kílómetra í efra lag. Alls eru 1.200 metrar af vegræsum í þessum áfanga.
Bundið slitlag Búið er að leggja um 10 kílómetra af neðra slitlaginu og um 5 kílómetra í efra lag. Alls eru 1.200 metrar af vegræsum í þessum áfanga. — Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson

Óskar Bergsson

oskar@mbl.is

Framkvæmdir við annan áfanga Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði standa nú yfir og eru áætluð verklok í september næstkomandi. Vegurinn er 13,7 kílómetrar og liggur frá Norðdalsá að Dynjandisá fyrir ofan fossinn. Unnið er í allt að 500 metra hæð yfir sjávarmáli, oft við erfið veðurskilyrði.

Karl Garðarsson staðarstjóri Suðurverks segir verkið ganga vel með góðum hópi starfsmanna.

Vegurinn reyndist vel í vetur

„Það er búið að sprengja 500 þúsund rúmmetra af grjóti fyrir vegstæðinu og laust efni til vegagerðarinnar er um 250 þúsund rúmmetrar. Það er búið að leggja 1.200 metra af vegræsum og taka af þrjár einbreiðar brýr, sem voru byggðar í kringum 1960 og setja ræsi í staðinn.“

...