Íbúar á Húsavík eru andvígir uppbyggingu verslunarkjarna sunnan við bæinn. Alls bárust átján umsagnir um skipulags- og matslýsingu Norðurþings fyrir breytingu á aðalskipulagi Norðurþings í suðurbæ Húsavíkur
Samfélag Íbúar Húsavíkur vilja þjónustu miðsvæðis.
Samfélag Íbúar Húsavíkur vilja þjónustu miðsvæðis. — Morgunnblaðið/Hafþór Hreiðarsson

Valgerður Laufey Guðmundsdóttir

vally@mbl.is

Íbúar á Húsavík eru andvígir uppbyggingu verslunarkjarna sunnan við bæinn. Alls bárust átján umsagnir um skipulags- og matslýsingu Norðurþings fyrir breytingu á aðalskipulagi Norðurþings í suðurbæ Húsavíkur. Fram kemur í skipulags- og matslýsingunni að skipulagsyfirvöld telji óheppilegt að stór matvöruverslun sé staðsett í miðri bæjartraffíkinni á Húsavík. Vilji skipulagsyfirvalda stendur til þess að horfa frá núverandi stefnu aðalskipulags um uppbyggingu verslunar og

...