Nú er lag að fara út í náttúruna og taka með sér körfu eða taupoka og líka skæri, til að sækja sér krydd- og tejurtir. Aldrei tína jurtir í plastpoka því þá kemur raki í plönturnar. Núna er fullkominn tími til að sækja sér blóðberg, en það er…
Kampakátar Ester Þöll og Björk (t.h.) með volduga rabarbara við vegg á Blönduósi sem málaður var á hátíðinni.
Kampakátar Ester Þöll og Björk (t.h.) með volduga rabarbara við vegg á Blönduósi sem málaður var á hátíðinni.

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

Nú er lag að fara út í náttúruna og taka með sér körfu eða taupoka og líka skæri, til að sækja sér krydd- og tejurtir. Aldrei tína jurtir í plastpoka því þá kemur raki í plönturnar. Núna er fullkominn tími til að sækja sér blóðberg, en það er unaðslegt krydd á lambakjöt og líka frábær tejurt,“ segir Björk Bjarnadóttir, þjóðfræðingur og jurtaáhugakona.

„Nauðsynlegt er að klippa blóðbergið en ekki rífa það upp með rótum, svo plantan vaxi aftur upp að ári. Blóðberg á að þurrka í skugga á laki eða dúk í eina til tvær vikur, eða þar til enginn raki er í því. Setja síðan í krukkur og merkja hvenær tínt og hvar. Þar sem blóðberg vill vaxa upp við akvegi, þá er rétt að benda á að gott er fara um tvö hundruð metra frá slíkum vegum til að sækja, til

...