Gátan er sem endranær eftir Pál Jónasson í Hlíð:

Byggður út á húsi hátt,

hann á vori laufgast brátt,

undir tönn er harður hann,

haft er oft um skrítinn mann.

Hér kemur lausnin frá Helga R. Einarssyni:

Á húsum kvistur hafður er.

Hann á vorin laufin ber.

Kynlegur er kvistur hér.

Kvistur illa' í munni fer.

Úlfar Guðmundsson svarar:

Rými kvistur gefur gott.

Grænkar kvistur vorsins flott.

Brýni kvistur þykkur þarf.

Þekkja kvist sem furðuskarf.

Guðrún B. leysir gátuna:

...