Verkamannaflokkur Bretlands hefur tryggt sér vel rúman meirihluta á breska þinginu með meirihluta atkvæða í kosningum til þingsins í fyrradag. Þingið hýsir 650 sæti og hlaut Verkamannaflokkurinn undir forystu Keirs Starmers 412 þeirra
Bretland Keir Starmer, nýr forsætisráðherra Bretlands, á fundi konungs.
Bretland Keir Starmer, nýr forsætisráðherra Bretlands, á fundi konungs. — AFP/Yui Mok

Geir Áslaugarson

geir@mbl.is

Verkamannaflokkur Bretlands hefur tryggt sér vel rúman meirihluta á breska þinginu með meirihluta atkvæða í kosningum til þingsins í fyrradag. Þingið hýsir 650 sæti og hlaut Verkamannaflokkurinn undir forystu Keirs Starmers 412 þeirra. Næststærsti flokkur þingsins og flokkurinn sem var áður við stjórn Íhaldsflokkurinn tapaði 251 sæti og stendur eftir með 121 sæti. Flokkurinn beið afhroð í kosningunum og fyrir vikið munu margir kunnir þingmenn flokksins kveðja þingið að sinni. Má þar nefna Jacob Rees-Mogg, sem hefur setið á þingi síðan 2010, og fyrrverandi formann Íhaldsflokksins, Liz Truss, sem hefur setið á þingi fyrir South West Norfolk síðan 2010.

Þriðji stærsti flokkur þingsins eru Frjálslyndir demókratar undir forystu Ed Davey, en athygli vekur að Umbótaflokkur Nigel Farage hlaut einn

...