Macron forseti teflir á tæpasta vað

Síðari umferð þingkosninga í Frakklandi fer fram á sunnudag, en úrslitin í þeim kunna að reynast afdrifarík fyrir stjórnmál í þessu burðarríki álfunnar, stjórnskipan þess og Evrópusambandið.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur tröllatrú á sjálfum sér, ráðsnilld og hlutverki sínu í mannkynssögunni. Franska þjóðin deilir almennt ekki þeirri skoðun með forsetanum, enda hefur hann fá tilefni gefið því til staðfestingar.

Macron náði fyrst kjöri 2017 sem ungur og ferskur en lítt þekktur frambjóðandi, sem bauð gamla, margklofna og ráðþrota flokkakerfinu í Frakklandi byrginn, til þess að drepa landið úr dróma stöðnunar. Það hefur lítt gengið eftir, þótt hann hafi í upphafi sýnt ýmsa viðleitni til þess.

Þvert á móti má segja að oflæti hans og hvatvísi hafi gert illt verra, líkt og

...