Í Bandaríkjunum Stödd við Grand Canyon.
Í Bandaríkjunum Stödd við Grand Canyon.

Valgeir Ástráðsson fæddist 6. júlí 1944 í Reykjavík. Uppvaxtarárin voru í Laugarneshverfinu, þar sem þá var ung byggð með fjölda barna og unglinga og miklu félagsstarfi. „Fjölskylda mín öll var tengd starfi KFUM og K, þar sem var mikið æskulýðsstarf. Ég kynntist þar mörgum. Dýrmætast er að eiga minningarnar um sr. Friðrik Friðriksson, sem ég kynntist mjög náið, einstöku stórmenni, sem geislaði af.“

Í Laugarnesskólanum var mikið félagslíf og með náminu öflugt tónlistarlíf, sem mótaði gagnlega kunnáttu. Þaðan eru ævifélagar. Menntaskólinn í Reykjavík skilur líka eftir góðar minningar. „Þar lauk ég stúdentsprófi árið 1965, eftir að hafa tekið eitt árið frá sem skiptinemi í Bandaríkjunum.“

Háskólaárin eru flestum góð minning. „Þess naut ég sannarlega. Hafði tekið þá ákvörðun að verða prestur, fræðin

...