Sýningin Rúllandi snjóbolti verður opnuð í listasafninu Ars Longa Djúpavogi í dag klukkan 15. Um er að ræða alþjóðlega samtímalistasýningu sem fer nú fram í níunda sinn hér á landi og taka 26 listamenn þátt í sýningunni í ár
Verk eftir Tara Fallaux.
Verk eftir Tara Fallaux.

Sýningin Rúllandi snjóbolti verður opnuð í listasafninu Ars Longa Djúpavogi í dag klukkan 15. Um er að ræða alþjóðlega samtímalistasýningu sem fer nú fram í níunda sinn hér á landi og taka 26 listamenn þátt í sýningunni í ár. Koma listamennirnir víða að, m.a. frá Íslandi, Evrópu og Kína. Í listsköpun sinni vinna þeir með ýmsa ólíka miðla, líkt og fram kemur í fréttatilkynningu. Sýningarstjórar eru Hildur Rut Halblaub, Ineke Guðmundsson og May Lee og er sýningin unnin í samstarfi við Kínversk-evrópsku menningarmiðstöðina (CEAC) í Xiamen í Kína með stuðningi frá Múlaþingi og Myndlistarsjóði. Ars Longa er alþjóðlegt samtímalistasafn á Djúpavogi sem stofnað var af myndlistarmönnunum Sigurði Guðmundssyni og Þór Vigfússyni árið 2021.