Undirritun Nýr kjarasamningur milli Eflingar og Reykjavíkurborgar.
Undirritun Nýr kjarasamningur milli Eflingar og Reykjavíkurborgar. — Ljósmynd/Efling

Félagsmenn stéttafélagsins Eflingar hafa samþykkt nýjan kjarasamning milli félagsins og Reykjavíkurborgar, en 88 prósent þeirra sem kusu voru hlynnt samningnum.

Kjörsókn var 19 prósent en níu prósent félagsmanna voru andvíg samningnum á meðan þrjú prósent tóku ekki afstöðu í kosningunni. Alls vinna 2.329 Eflingarfélagar hjá Reykjavíkurborg.

Atkvæðagreiðslunni lauk klukkan tíu í gærmorgun en samningaviðræður félagsins og borgarinnar höfðu staðið frá því um miðjan apríl síðastliðinn.

Efling vísaði deilunni til ríkissáttasemjara í lok maí og var kjarasamningur undirritaður

...