Hvítur á leik
Hvítur á leik

1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. Bg5 Bg7 4. Rbd2 0-0 5. e3 d6 6. Bd3 Rbd7 7. c3 e5 8. Dc2 c6 9. h4 h6 10. h5 hxg5 11. hxg6 e4 12. Rxe4 Rxe4 13. Bxe4 Df6

Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Hilversum í Hollandi. Stórmeistarinn Vignir Vatnar Stefánsson (2.492) hafði hvítt gegn hinum 14 ára heimamanni, David Madularea (2.114) en sá hafði fram að þessu í mótinu náð góðum árangri. Vignir sagði frá því á fésbókarsíðu íslenskra skákmanna að hann hefði leitað í smiðju Björns Þorfinnssonar og valdi Pýramídarárásina gegn hinum unga andstæðingi. 14. Hh5! d5 15. Bd3 nákvæmara var að leika 15. gxf7+. 15. … Rb6? taflið er eingöngu lítillega lakara á svart eftir 15. … De7 16. Hxg5 fxg6. 16. Hxg5 betra var að leika 16. Rxg5. Þrátt fyrir það kaus svartur að gefast upp í þessari stöðu. Pýramídarárásin

...