„Að ná heiðursverðlaunum á hesti eitt og sér er algjörlega frábært og segir mikið til um hestinn sem ræktunargrip,“ segir Olil Amble, ræktandi og eigandi Álfakletts frá Syðri-Gegnishólum, sem hlýtur Sleipnisbikarinn á Landsmóti hestamanna í ár
Hrossaræktendur Olil Amble hrossaræktandi ásamt manni sínum, Bergi Jónssyni, en saman eiga þau ræktunarbúið á Syðri-Gegnishólum.
Hrossaræktendur Olil Amble hrossaræktandi ásamt manni sínum, Bergi Jónssyni, en saman eiga þau ræktunarbúið á Syðri-Gegnishólum. — Ljósmynd/Jón Björnsson

Herdís Tómasdóttir

herdis@mbl.is

„Að ná heiðursverðlaunum á hesti eitt og sér er algjörlega frábært og segir mikið til um hestinn sem ræktunargrip,“ segir Olil Amble, ræktandi og eigandi Álfakletts frá Syðri-Gegnishólum, sem hlýtur Sleipnisbikarinn á Landsmóti hestamanna í ár.

Um er að ræða æðstu viðurkenningu sem veitt er í hrossarækt, en hann er afhentur á Landsmóti hestamanna þeim stóðhesti sem stendur efstur í kynbótamati fyrir afkvæmi. Bikarinn er gerður úr fjórum kílóum af hreinu silfri og má rekja sögu hans til valdatíma Viktoríu drottningar. Hann var fyrst veittur í hrossarækt hérlendis árið 1947 og hefur verið afhentur frá landsmóti 1950 á Þingvöllum.

Til þess að hljóta bikarinn þarf að uppfylla ákveðin skilyrði; stóðhesturinn þarf

...