Sigurður Már Jónsson blaðamaður fjallar um kosningakvíða vinstri manna og ræðir sérstaklega kosningarnar í Frakklandi. Hann rifjar upp hvernig starfsmenn Rúv. hafa verið í uppnámi vegna atburða sem þeir fjalla um og segir að áhorfendur upplifi…
Sigurður Már Jónsson
Sigurður Már Jónsson

Sigurður Már Jónsson blaðamaður fjallar um kosningakvíða vinstri manna og ræðir sérstaklega kosningarnar í Frakklandi. Hann rifjar upp hvernig starfsmenn Rúv. hafa verið í uppnámi vegna atburða sem þeir fjalla um og segir að áhorfendur upplifi umfjöllunina þannig að „ef ekki beinlínis yfirlýstir vinstri flokkar eru að sigra í kosningum þá er öfgahægrið að taka yfir með ófyrirséðum afleiðingum“.

Hann heldur áfram og segir að þetta hafi sést „greinilega í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins á sunnudagskvöldið síðasta þegar Torfi Tulinius prófessor kom í settið en hann er kynntur sem „sérfræðingur um frönsk stjórnmál“ enda má segja að hann hafi öðlast einkarétt á að túlka frönsk stjórnmál fyrir áhorfendur Ríkisútvarpsins. Hann var þarna mættur til að fjalla um fyrri umferð þingkosninga í Frakklandi sem fram fóru um helgina. Engum duldist að Torfi var í einhvers konar

...