Það vildi svo sérkennilega til að þegar við hjónakornin dvöldum í Kaupmannahöfn, árin 1973-1976, kynntumst við afkomanda Balds steinsmiðs og seldi hann okkur nokkra forna muni.
Myndin sem birtist í riti Bergsteins Jónssonar prófessors sem kom út 1972.
Myndin sem birtist í riti Bergsteins Jónssonar prófessors sem kom út 1972.

Bragi Kristjónsson

Halldór Kr. Friðriksson yfirkennari við Hinn lærða skóla í Reykjavík bjó ásamt stórum barnahópi og danskri eiginkonu sinni í litlu húsi við Kirkjustræti í Reykjavík. Hinn lærði skóli á Bessastöðum flutti árið 1846 í nýbyggt skólahús við Lækjargötu Í Reykjavík. Rektor var skáldið Sveinbjörn Egilsson. Alþingi Íslendinga féll niður árin 1801-1846 en var endurreist í Hinum lærða skóla árið 1846. Landsjóður ákvað í samráði við danska kansellíið í Den Röde Bygning á Hallarhólmanum í Kaupmannahöfn að ráða steinsmiðinn Bald, sem hafði mikla reynslu af byggingu hlaðinna steinhúsa.

Halldór Kr. áðurnefndur átti kálgarð sem náði frá húsi hans og allt að Dómkirkjunni. Seldi hann, sem var þá formaður bæjarráðs Reykjavíkur, garðinn fyrir 1.600 krónur og þótti mörgum þetta óheyrilega og hneykslanlega há upphæð. En Bald steinsmiður kom með menn

...