Til að varnaráætlanir á N-Atlantshafi séu trúverðugar er þörf fyrir viðbúnað af margvíslegu tagi hér. Um eðli hans og framlag okkar verður að ræða að íslensku frumkvæði.

Vettvangur

Björn Bjarnason

bjorn@bjorn.is

Ríkisoddvitar 32 landa Atlantshafsbandalagsins (NATO) koma saman til sögulegs fundar í Washington 9. og 10. júlí. Þar verður haldinn 75 ára afmælisfundur bandalagsins sem var stofnað í Washington 4. apríl 1949.

Aðild Svíþjóðar að bandalaginu og valið á Mark Rutte sem arftaka Jens Stoltenbergs í embætti framkvæmdastjóra NATO hljóta formlega staðfestingu. Rætt verður um stríðið í austurhluta Evrópu og eflingu varna bandalagsins. Lagt verður á ráðin um framtíðaraðstoð við Úkraínu.

Til hliðar við formlega fundi verður rætt um stjórnmálaástandið í einstökum löndum, ekki síst í kjarnorkuveldunum þremur innan

...