Sr. Lárus Þorvaldur Guðmundsson fæddist 16. maí 1933. Hann lést 4. júní 2024.

Útför Lárusar fór fram 28. júní 2024.

Afi minn, minn besti vinur og lífspeppari, hefur kvatt þennan heim. Afi var góðhjartaður, skilningsríkur og skemmtilegur og áttum við alveg einstakt samband. Fyrstu minningarnar mínar um afa og ömmu eru flestar tengdar útilegum og fjölskylduboðum þar sem afi bauð okkur krökkunum alltaf upp á „leyndarmál“, sem voru kókosbollur, eða galdraði sleikjó úr eyrunum á okkur. Þegar afi og amma bjuggu í Dofraborgum fór ég oft með strætó til þeirra eftir skóla, bæði til að fá aðstoð við heimanámið og til að spjalla um daginn og veginn. Afi kenndi mér nefnilega ekki bara að deila upp á krók heldur var svo gott að tala við hann um lífið og tilveruna, erfiðleika og hamingjuna, hann skildi mig alltaf svo vel og kom með góð ráð, enda lífsreyndur og hafði

...