Benedikt fæddist á bænum Hvilft nærri Flateyri við Önundarfjörð 7. júlí 1924.

Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Gröndal og Mikkelína María Sveinsdóttir. Benedikt varð stúdent frá MR 1943 og lauk síðar BA-prófi í sagnfræði frá Harvard-háskóla í Boston 1946. Ferð Benedikts vestur um haf hófst árið 1943 í miðri seinni heimsstyrjöldinni. Siglt var ljóslaust til Bretlands og þaðan með skipalest vestur um haf. Benedikt sagði svo frá að lítið hefði verið sofið, ýmist vegna umsáturs þýskra kafbáta eða björgunaraðgerða í kjölfarið. Meðan á námsferðinni stóð sendi Benedikt frá sér pistla og upptökur sem birtust gjarnan í Alþýðublaðinu og í Ríkisútvarpinu, einu útvarpsstöðinni sem þá var til. Benedikt fræddi landsmenn meðal annars um byggðir Vestur-Íslendinga og afdrif Vestur-Íslendinga sem börðust í herjum Bandaríkjanna og Kanada.

Það var á námsárum sínum sem Benedikt kynntist konu sinni Heidi Jaeger Gröndal (d. 21.7.

...