Engum manni kemur til hugar að halda að Íhaldsflokkurinn, sem vann slíka sigra sem verða lengi í manna minnum, hefði goldið slíkt afhroð nyti hann nú forystu Borisar.
— Morgunblaðið/Árni Sæberg

Kosningafárið í heiminum, og þó einkum upp á síðkastið, hefur oft og iðulega verið gert að umtalsefni á þessum síðum. Og ekki að ástæðulausu. Og það voru einmitt úrslit í þeim kosningum sem minnstu skipta sem byrjað var á, kosningunum til ESB-þingsins. En ástæðan var sú, að óvænt urðu valdamenn í næsta nágrenni heldur órólegir út af því hvernig atkvæðin skiptust. Sérstaklega varð Macron, forseti Frakklands, hinn versti þegar í ljós kom að flokkur Marine Le Pen skyldi ekki aðeins skjóta flokki Macrons á þingi Evrópusambandsins aftur fyrir sig, heldur verða helmingi stærri en flokkur Macrons. Klukkutíma eftir að þau úrslit lágu fyrir hafði Macron rekið þjóðþingið heim og boðað nýjar þingkosningar, sem fram fara í tveimur umferðum og verður sú seinni 7. júlí. Það varð síst til að grynnka enn í gleði þessa mikla valdamanns, að í fyrri umferð þingkosninganna tryggði flokkur Marine Le Pen sér á fjórða tug þingmanna, sem fengu svo flotta útkomu að þeir voru

...