En hvað mun gerast í varnar- og öryggismálum ef Trump verður endurkjörinn forseti Bandaríkjanna?
Steinn Jónsson
Steinn Jónsson

Steinn Jónsson

Þann 6. júní var þess minnst í Frakklandi að 80 ár voru liðin frá innrás Vesturveldanna í Normandí. Bandaríkjamenn, Bretar, Frakkar, Kanadamenn og fleiri þjóðir tóku þátt í innrásinni sem var upphafið að endanlegum sigri á nasistum sem höfðu ógnað frelsi, lýðræði og vestrænni siðmenningu. Áður höfðu Rússar snúið vörn í sókn á austurvígstöðvunum og fært miklar fórnir í grimmilegasta og mannskæðasta hernaði í veraldarsögunni.

Þessar minningarathafnir fóru fram í skugga innrásarstríðs einræðisherrans Pútíns gegn Úkraínu sem hefur nú staðið í meira en tvö ár og valdið miklum hörmungum. Stríð Pútíns er háð í því skyni að koma í veg fyrir að Úkraína, sem er sjálfstætt ríki, nái að tengjast Vesturlöndum í pólitísku og efnahagslegu tilliti. Úkraínumenn hafa gert það sem engum fannst líklegt í upphafi; að standast Rússum snúning á

...