Stóru bandarísku hlutabréfavísitölurnar þrjár héldu áfram að hækka í síðustu viku. S&P 500 styrktist um 1,95% yfir vikuna, Nasdaq-vísitalan um 3,5% og Dow Jones-vísitalan um tæplega 0,7%. Mælist S&P 500-vísitalan nú rúmlega 5.567 stig og…
Bjartsýni Vegfarendur mynda bolann við kauphöllina á Wall Street. Markaðurinn reiknar með stýrivaxtalækkun.
Bjartsýni Vegfarendur mynda bolann við kauphöllina á Wall Street. Markaðurinn reiknar með stýrivaxtalækkun. — AFP/Spencer Platt

Stóru bandarísku hlutabréfavísitölurnar þrjár héldu áfram að hækka í síðustu viku. S&P 500 styrktist um 1,95% yfir vikuna, Nasdaq-vísitalan um 3,5% og Dow Jones-vísitalan um tæplega 0,7%. Mælist S&P 500-vísitalan nú rúmlega 5.567 stig og hefur aldrei verið hærri, og það sama má segja um Nasdaq-vísitöluna sem stendur í nærri 18.353 stigum. Dow Jones-vísitalan prílaði upp í nærri 39.376 stig á föstudag og vantar enn nokkuð upp á að ná 40.000 stiga metinu sem slegið var í maí síðastliðnum.

Nú þegar árið er rétt rúmlega hálfnað hefur Dow Jones hækkað frá ársbyrjun um 4,4%, Nasdaq um tæp 24,3% og S&P 500 um 17,4%.

Greinendur rekja styrkingu bandarískra hlutabréfa í síðustu viku m.a. til frétta af vaxandi atvinnuleysi vestanhafs en fjárfestar telja að tíðindin auki líkurnar á að bandaríski seðlabankinn ákveði fyrr en síðar að lækka stýrivexti til að gefa atvinnulífinu ögn betra svigrúm til að vaxa.

Sýna nýjustu mælingar bandarískra stjórnvalda að það

...