Kristrún Frostadóttir
Kristrún Frostadóttir

Íslenskir vinstri menn hrífast gjarnan með þegar vel gengur hjá félögum þeirra erlendis. Þetta varð áberandi þegar Tony Blair sigraði í Bretlandi fyrir tæpum þremur áratugum og Össur Skarphéðinsson og fleiri drógu fram flokksskírteinin í Verkamannaflokknum og skáluðu í gleðivímu. Síðar urðu þeir fyrir sárum vonbrigðum og vildu sem minnst við kauða kannast.

Samfylkingin sendi sjálfboðaliða til Bretlands á dögunum og sjálfan formanninn Kristrúnu Frostadóttur að auki til að fagna með Keir Starmer þegar ljóst var orðið að hann ynni stórsigur. Það þykir gott í Samfylkingunni að viðra sig upp við erlenda sigurvegara og eflaust notalegt að vera í návist slíkra manna.

Vonandi endist vináttan betur en við Blair, en ekki eru allir fyrrverandi eða núverandi flokksmenn ánægðir með að Starmer sé hampað nú. Sema Erla Serdoglu, fyrrverandi

...