Víða um heim eru sérstök innanríkisráðuneyti. Sá ráðherra sem stýrir því er talinn vera fjórði í valdaröð meðal ráðherra.
Guðjón Jensson
Guðjón Jensson

Guðjón Jensson

Þegar bankahrunið varð haustið 2008 sýndu stjórnmálamenn mjög mismunandi viðbrögð við þeim vanda sem við blasti. Ríkisstjórn Geirs Haarde aðhafðist ekkert, nákvæmlega ekkert, til að forða landsmönnum frá þeim vanda sem allt í einu varð með skellinum mikla í upphafi októbermánaðar árið 2008. Eftir á að hyggja hefði sitthvað mátt gera til að draga úr þessum mikla vanda sem allt í einu varð og þorri landsmanna varð fyrir mjög miklu efnahagslegu tjóni.

Eitt af verkum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur 2009-2013 var að sameina nokkur ráðuneyti og átti það sinn þátt í að draga úr óþarfa eyðslu á vegum hins opinbera. Þannig var myndað sérstakt innanríkisráðuneyti eins og í öðrum löndum en með mun meira umfangi þar sem dómsmál, samgöngumál, byggðamál og ýmislegt fleira var sameinað undir eitt og sama ráðuneytið. Þetta reyndist vel og horfði

...