Skáldið Saga Poes í íslenskum bókmenntaheimi teygir sig yfir tæplega hálfa aðra öld, segir í inngangi Ástráðs.
Skáldið Saga Poes í íslenskum bókmenntaheimi teygir sig yfir tæplega hálfa aðra öld, segir í inngangi Ástráðs.

Edgar Allan Poe á íslensku

Saga Poes í íslenskum bókmenntaheimi teygir sig yfir tæplega hálfa aðra öld og að henni koma ýmsir merkir einstaklingar, sumir þeirra í hópi þekktustu rithöfunda þjóðarinnar. Einar Benediktsson þýddi þekktasta ljóð Poes, „Hrafninn“, árið 1892 og er það jafnframt sennilega þekktasta Poe-þýðingin á íslensku. En fyrstu verk Poes í íslenskri þýðingu eru tvær sögur sem hinn merki ritstjóri, rithöfundur og síðar alþingismaður Jón Ólafsson þýddi og birti í blaðinu Skuld sem hann ritstýrði og fyrst var gefið út á Eskifirði. Á þessum árum var heimsmenningunni landað í hinum dreifðu sjávarplássum Íslands og margskonar þýðingar urðu mikilvægt efni í íslenskum blöðum og tímaritum sem komu út í hinum ýmsu landsfjórðungum sem og meðal Vestur-Íslendinga í Norður-Ameríku (auk svolítillar útgáfu í Kaupmannahöfn).

Jón

...