„Verkin sem við ætlum að flytja tóna vel við árstíðina, hásumarið sem nú ríkir. Þetta verður þó nokkuð rómantískt, við erum ekkert að berjast við rokið og gaddinn á þorranum, okkur finnst skemmtilegt að hafa þetta á ljúfu nótunum,“ segir …
Einar og Alessandra „Alessandra er óvenjulegur píanisti, mér finnst mjög gaman að vinna með henni,“ segir Einar.
Einar og Alessandra „Alessandra er óvenjulegur píanisti, mér finnst mjög gaman að vinna með henni,“ segir Einar.

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

„Verkin sem við ætlum að flytja tóna vel við árstíðina, hásumarið sem nú ríkir. Þetta verður þó nokkuð rómantískt, við erum ekkert að berjast við rokið og gaddinn á þorranum, okkur finnst skemmtilegt að hafa þetta á ljúfu nótunum,“ segir Einar Jóhannesson klarinettuleikari, en hann og Alessandra Pompili píanóleikari verða með tónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á morgun þriðjudag. Tónleikarnir eru hluti af sumartónleikaröð safnsins og yfirskriftin er Draumur, saumur og dans.

„Draumurinn vísar í fyrsta verkið á efnisskránni hjá okkur, en það heitir Ich stand in dunklen Träumen, eða Ég var í dimmum draumi. Þetta er verk eftir tónskáldið Clöru Schumann, eiginkonu Roberts Schumann, en hún samdi gullfalleg sönglög og

...