„Núna er Landnámsskáli Hallvarðs súganda að klárast og við stefnum að því að opna hann formlega á vestfirska fornminjadeginum sem er 10. ágúst,“ segir Eyþór Eðvarðsson, formaður Fornminjafélags Súgandafjarðar, en hann á ættir að rekja…
Setesdalur Landeigandinn Oddbjörn segir frá fornleifauppgreftri á bænum. F.v. Oddbjörn Holum Heiland, Eyþór og Norðmennirnir sem hafa verið að grúska í sögunni, þeir Viðar Toreid og Hallvard Tveid Berg.
Setesdalur Landeigandinn Oddbjörn segir frá fornleifauppgreftri á bænum. F.v. Oddbjörn Holum Heiland, Eyþór og Norðmennirnir sem hafa verið að grúska í sögunni, þeir Viðar Toreid og Hallvard Tveid Berg. — Ljósmynd: Ingrid Kuhlman

Dóra Ósk Halldórsdóttir

doraosk@mbl.is

„Núna er Landnámsskáli Hallvarðs súganda að klárast og við stefnum að því að opna hann formlega á vestfirska fornminjadeginum sem er 10. ágúst,“ segir Eyþór Eðvarðsson, formaður Fornminjafélags Súgandafjarðar, en hann á ættir að rekja til Súgandafjarðar og reyndar til Noregs eins og Hallvarður súgandi landnámsmaður.

Það eru sex ár síðan Fornminjafélag Súgandafjarðar hóf byggingu landnámsskálans í botni Súgandafjarðar. Eyþór segir að skálinn sé tilgátuhús byggt á fornleifauppgreftri á Grélutóftum á Hrafnseyri í Arnarfirði, en tóftirnar eru kenndar við landnámskonuna Grelöðu Bjartmarsdóttur, konu Áns Rauðfelds sem nam land í Arnarfirði. Það var arkitektastofan Argos sem teiknaði upp skálann eftir þeim upplýsingum og verkið hófst sumarið 2019 í samstarfi

...